Útivistarhópur FNV fékk kynningu frá Skagfirðingasveit

Útivistarhópur Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fékk nýverið tækifæri til að prófa að síga og hlaut um leið frábæra kynningu hjá Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit.

Hafdís Einarsdóttir kennari við FNV og Viktor Darri meðlimir Skagfirðingasveitar og tóku á móti hópnum og gáfu þeim góða innsýn í öryggisbúnað, tækni og verklag við sig, auk þess sem nemendurnir fengu sjálf að spreyta sig undir þeirra leiðsögn.

Allir skemmtu sér mjög vel og komu heilir heim, þótt kuldinn hafi aðeins farið að segja til sín hjá sumum. Með hópnum var Anna Hlín, kennari útivistarhópsins, sem jafnframt tók meðfylgjandi myndir.

Takk Skagfirðingasveit fyrir móttökurnar og skemmtilega upplifun.