Munum einstaklingsbundnar sóttvarnir
Munum einstaklingsbundnar sóttvarnir

Viltu fræðast um veirur, Covid-19, farsóttir fyrr og nú, sóttvarnir o.fl.?

Í boði er áfanginn Veirufræði. Kennari er Svava Ingimarsdóttir, líffræðikennari við FNV. Ekki er gerð krafa um undanfara.

Áfanginn verður í boði í svokölluðum G stokki (þri, fim kl 8:00 og fös kl 11:20). Lágmarksfjöldi er 15 og hámarksfjöldi 22. Fyrstir koma, fyrstir fá. Skilyrði er að nemendur séu ekki í árekstri á þessum tíma.

Þið sækið um með því að senda póst á kristjan@fnv.is

Áfangalýsing

Áfanginn tekur til grundvallaratriða varðandi veirur sem valda sjúkdómum í mönnum. Helstu atriði eru flokkun, bygging þeirra sem og hvernig þær margfaldast, valda skemmdum í frumum og líffærum og dreifast um líkamann. Farið er í sjúkdómsmyndun og svörun hýsils. Farið er yfir helstu veirusýkingar meðal manna og áhersla lögð á smitleiðir, faraldsfræði, sjúkdómsmyndun, klínísk einkenni, fylgikvilla og fjallað verður um greiningu veiranna á rannsóknarstofu.

Umræður verða um þau áhrif sem veirur geta haft á heimsbyggðina.