Nemendur hestabrautar í FNV fóru í vettvangsferð fimmtudaginn 11. desember til nýráðins landsliðsþjálfara A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Ísólfs Líndals Þórissonar. Hann rekur ásamt fjölskyldu sinni tamningastöð í Staðarhofi í Skagafirði.
Nemendur fengu að kynna sér aðstöðuna, líta á gæðinga víðs vegar að, auk þess að fá sýnikennslu þar sem Ísólfur og Guðmar sýndu það sem þeir leggja áherslu á í þjálfun á keppnishestum.
Nemendur og kennarar hestabrautar þakka höfðinglegar móttökur.