29.04.2019
Nú á fimmtudaginn 2. maí verður haldin aðalfundur Nemendafélags FNV og verður kosið til nýrrar stjórnar. Þrettán nemendur eru í framboði en embættin eru sjö
Í framboði eru:
Formaður: Rebekka Rögnvaldsdóttir
Varaformaður: Anna Sóley Jónsdóttir
Skemmtanastjóri: Birgitta Björt Pétursdóttir og Bergljót Ásta Pétursdóttir
Gjaldkeri: Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir og Ingi Sigþór Gunnarsson
Ritstjóri: Sylvía Rut Gunnarsdóttir
Tækniformaður: Guðmundur Helgi Þorbergsson og Víkingur Ævar Vignisson
Íþróttaformaður: Elín Marta Ólafsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Eysteinn Ívar Guðbrandsson
Áherslur hjá frambjóðendum eru svipaðar en það er að efla félagslífið hjá nemendum enda er gott félagslíf mikilvægur hluti skólagöngunnar.
Lesa meira
24.05.2019
-
24.05.2019
Brautskráning og skólaslit FNV verða í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 24. maí kl. 14:00.
Lesa meira
29.04.2019
Nú stendur yfir vinna við mótun nýrrar menntastefnu Skagafjarðar. Menntastefnan er unnin í samstarfi leik-, grunn- og Tónlistarskóla Skagafjarðar, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og frístundar. Ákveðið hefur verið að bjóða til opinna íbúafunda um mótun menntastefnunnar til að fá viðhorf sem flestra inn í stefnumótunarvinnuna. Foreldrar nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri eru sérstaklega hvattir til þátttöku á fundunum.
Fundirnir verða haldnir á þremur stöðum:
• Mánudaginn 29. apríl kl. 17:00 -18:00 í Varmahlíðarskóla
• Þriðjudaginn 30. apríl kl. 17:00 -18:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
• Fimmtudaginn 2. maí kl. 17:00 - 18:00 í Grunnskólanum austan Vatna
Helga Harðardóttir kennsluráðgjafi/verkefnastjóri og Ingvi Hrannar Ómarsson kennsluráðgjafi hjá Fræðsluþjónustu Skagafjarðar stýra fundunum.
Kaffi og kleinur í boði.
Allir velkomnir.
Lesa meira
06.05.2019
-
17.05.2019
Próf hefjast 6. maí.
Almennar prófreglur
1.Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs. Á göngum Bóknámshúss er tilkynnt á töflum hvar próf fara fram.
2.Próftími er 90 mínútur.
3.Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 45 mínútur eru liðnar af próftímanum.
4.Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er.
5.Nemendum er óheimilt að hafa töskur með sér í próf, sama gildir um síma, lófatölvur og önnur slík tæki, líka þó slökkt sé á þeim. Yfirsetumenn munu skoða í pennaveski og fletta leyfilegum hjálpargögnum.
6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu prófs eða verkefnis.
Lesa meira
12.04.2019
Dagana 8. til 12. apríl fóru 4 nemendur starfsbrautar ásamt 2 kennurum í skólaheimsókn til Eistlands. Ferðin var liður í Nordplus junior verkefni sem 3 lönd taka þátt í, Ísland, Eistland og Finnland.
Verkefnið hófst á því að finnskir og eistneskir nemendur ásamt kennurum komu til Íslands í haust og í framhaldinu var heimsókn til Finnlands og nú að síðustu til Eistlands.
Það hefur verið mjög spennandi og áhugavert að taka þátt í þessu verkefni.
Lesa meira
12.04.2019
FNV minnir á að innritun í framhaldsskóla stendur nú yfir.
Lokainnritun fyrir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk stendur yfir frá 6. maí - 7. júní.
Innritun eldri nemenda er frá 7. apríl til 31. maí
Lesa meira
11.04.2019
Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 13. apríl. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsending klukkan 20:55. Fulltrúi FNV er Ásbjörn Edgar Waage. Hann mun syngja lagið Last in Line eftir Dio eins og hann gerði eftirminnilega í FNV keppninni nú í febrúar.
Úrslitin eru í höndum dómnefndar og þjóðarinnar, en með símakosningu er hægt að taka þátt í valinu um sigurvegara. Söngkeppni framhaldsskólann er nú haldin í 28. sinn og það eru 27 framhaldsskólar sem taka þátt í keppninni. Dómnefnd skipa Birgitta Haukdal, Björgvin Halldórsson og Bríet.
Lesa meira
04.04.2019
FNV minnir á að innritun í framhaldsskóla stendur nú yfir.
Lokainnritun fyrir nemendur sem eru að ljúka 10. bekk stendur yfir frá 6. maí - 7. júní.
Innritun eldri nemenda er frá 7. apríl til 31. maí
Lesa meira
04.04.2019
Próftafla vors 2019 hefur verið birt á heimasíðu skólans.
- Próftími er 90 mínútur
- Veikindi þarf að tilkynna fyrir próf í síma 4558000.
- Kynnið ykkur prófreglur á heimasíðu skólans
- Séróskir þurfa að bera námsráðgjafa með góðum fyrirvara
- Óskir fjarnemenda um prófstaði þurfa að berast með tölvupósti til fjarnam@fnv.is eigi síðar en 7. apríl.
Nemendur geta nú líka séð próftöflu sína í Innu.
Lesa meira
02.04.2019
Þessa vikuna stendur yfir áfangakönnun en áfangakönnunin eru hluti af sjálfsmati FNV. Áfangakannanir eru lagðar fyrir einu sinni á önn í Innu, bæði fyrir nemendur í dagskóla og fjarnámi, þar sem fyrir fram ákveðnir áfangar eru skoðaðir skv. sjálfsmatsáætlun. Að þessu sinni eru það raungreinar, stærðfræði og áfangar kenndir af nýjum kennurum sem eru skoðaðir sérstaklega. Áfangakönnunin er opin til kl. 16:10 á föstudaginn, 5. apríl.
Fulltrúar úr sjálfsmatsteyminu líta í heimsóknir inn í kennslustundir þessa vikuna og kynna áfangakönnunina og er nemendum gefið tækifæri á því að svara könnunum.
Lesa meira