Kynningarfundur fyrir foreldra, aðalfundur foreldrafélags FNV

Kynningarfundur fyrir foreldra verður haldinn í Bóknámshúsi skólans sunnudaginn 19. ágúst kl. 17:00-18:00. Aðalfundur foreldrafélags skólans verður haldinn í beinu framhaldi af kynningu fyrir foreldra kl. 18:00-19:00 í stofu 305. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna.
Lesa meira

Skólasetning, upphaf kennslu og opnun heimvistar

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra verður settur mánudaginn 20. ágúst kl. 08:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 09:45. Heimavistin verður opnuð sunnudaginn 19. ágúst kl. 16:00.
Lesa meira

Brautskráning

Brautskráning og skólaslit verða í íþróttahúsi Sauðárkróks föstudaginn 25. maí kl 13:00.
Lesa meira

Birting einkunna og prófsýning

Einkunnir verða birtar í Innu fimmtudaginn 24. maí. Prófsýning verður þann sama dag kl 9 – 10.
Lesa meira

Próf hefjast

Próf hefjast samkvæmt próftöflu mánudaginn 7. maí. Kynnið ykkur prófreglur á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Sérþarfir í vorprófum

Þeir sem óska eftir sérþörfum í prófum þurfa að hafa samband við prófstjóra, Kela eða Kristján fyrir föstudaginn 27. apríl. Vottorð þurfa að fylgja óskum ef þau liggja ekki þegar fyrir.
Lesa meira

Vorþing framhaldsskólakennara á Norðurlandi

Vegna vorþings framhaldsskólakennara á Norðurlandi fellur kennsla niður föstudaginn 20. apríl.
Lesa meira

Innritun í fjarnám á haustönn 2018 hefst

Skráning í fjarnám fyrir haustönn 2018 hefst föstudaginn 6. apríl.
Lesa meira

Lokadagur vals fyrir haustönn

Föstudagurinn 23. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí og lokadagur til að velja áfanga fyrir næstu önn. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl.
Lesa meira

Háskóladagur

Starfsmenn og nemendur sjö háskóla eru á hringferð um landið. Tilgangurinn er að kynna námsframboð allra skólanna fyrir framhaldsskólanemum um land allt. Þeir verða í FNV fimmtudaginn 15. mars kl. 10.25-11.25.
Lesa meira