Almennar prófreglur

Almennar prófreglur 1.Nemendur skulu mæta tímanlega til prófs. Á göngum Bóknámshúss er tilkynnt á töflum hvar próf fara fram. 2.Próftími er 90 mínútur. 3.Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 45 mínútur eru liðnar af próftímanum. 4.Geti nemandi ekki mætt til prófs vegna veikinda, skal hann tilkynna það áður en próf hefst og skila læknisvottorði eins fljótt og mögulegt er. 5.Nemendum er óheimilt að hafa töskur með sér í próf, sama gildir um síma, lófatölvur og önnur slík tæki, líka þó slökkt sé á þeim. Yfirsetumenn munu skoða í pennaveski og fletta leyfilegum hjálpargögnum. 6. Verði nemandi uppvís að því að hafa rangt við í prófi eða verkefni sem gildir til lokaeinkunnar, varðar það ógildingu prófs eða verkefnis.
Lesa meira

Próftafla vor 2017

Lesa meira

Val: spænska

Spænsku 1(SPÆN1AG05) og spænsku 3 (SPÆN1AV05) var bætt við áfanga í boði í vali fyrir haustönn 2017.
Lesa meira

Val fyrir haust 2017

Val fyrir haustönn fer fram miðvikudaginn 22. mars. Mikilvægt er að nemendur vandi valið. Í valinu þurfið þið að bera saman brautina ykkar og áfanga í boði.
Lesa meira

Innritun í fjarnám haust 2017

Innritun í fjarnám haustið 2017 hefst í byrjun apríl.
Lesa meira

Val fyrir næstu önn

Nú er komið að vali fyrir haustönn 2017. Framundan er valvika. Dagskrá vikunnar er eftirfarandi: Miðvikudagur 15. mars: Áfangar í boði verða birtir á heimasíðu skólans. Nemendur eru beðnir um að kynna sér vel framboð áfanga. Þriðjudagur 21. mars: Leiðbeiningar um val verða birtar á heimasíðu og sendar nemendum í tölvupósti. Opnað fyrir val nemenda í Innu. Miðvikudagur 22. mars: Valdagur. Deildarstjórar og kennarar aðstoða við val. Nemendur velja í Innu.
Lesa meira

Viðburðarík vika

Kennsluvikan 6. - 10. mars er viðburðarík. Miðannarmat er birt í Innu þann 6. mars. Áfangakannanir miðannar eru í Innu og loka 8. mars. Opnir dagar verða 8. - 10. mars. Nemendaráð FNV (NFNV) skipuleggur dagskrána og hefur umsjón með Opnum dögum. Árshátíð NFNV verður föstudaginn 10. mars. Njótið vikunnar!
Lesa meira

Fardagar 8. - 10. mars

Nemendum gefst kostur á að sækja námskeið/smiðjur í öðrum framhaldsskólum 6. - 10. mars. Þetta er tilraunaverkefni sem nefnist Fardagar. Einnig munu nemendur frá öðrum skólum sækja námskeið í FNV. Námskeiðin eru 3 - 5 dagar.
Lesa meira

Frí nemenda 2. - 3. mars

Frí verður hjá nemendum fimmtudaginn 2. mars og föstudaginn 3. mars.
Lesa meira

Kynning á námsframboði Keilis 23. febrúar

Keilir verður með kynningu á námsframboði sínu í FNV fimmtudaginn 23.febrúar kl. 11:20 í stofu 301. Keilir býður m.a. upp á flugakademíu, íþróttaakademíu og nám í tæknifræði. Allir velkomnir.
Lesa meira