Mynd með frétt
Mynd með frétt

Dagskrá fyrstu daga haustannar 2021:

18. ágúst kl. 18:00: Heimavist opnar fyrir nýnema

Heimavistin opnar fyrir nýnema miðvikudaginn 18. ágúst klukkan 18:00 en fyrir eldri nemendur sunnudaginn 22. ágúst.

18. ágúst kl. 19:00: Fundur með foreldrum nýnema

Fundur fyrir foreldra nemenda sem koma beint úr grunnskóla verður haldinn á sal skólans miðvikudaginn 18. ágúst kl. 19:00. Hér er að finna slóð á fundinn fyrir þá foreldra sem ekki komast á fundinn en vilja taka þátt í honum í gegnum TEAMS.

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_ODc3ZDNiZTAtOTczNy00YjJhLTk5ZjctODliZWM1NjQwNDJh%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2232808cdd-1d3d-4799-9a75-36171d465bf0%22%2c%22Oid%22%3a%22afd38e5f-3704-4702-830a-c9c5b43558ec%22%7d

Best er að afrita slóðina og líma í vafrann og komast þannig inn á fundinn. Foreldrum eldri nemenda er velkomið að mæta á fundinn.

19. ágúst: Opnað fyrir stundatöflur og óskir um töflubreytingar í INNU

Stundatöflur verða aðgengilegar í INNU 19. ágúst og þá verður einnig hægt að óska eftir töflubreytingum. Leiðbeiningar vegna töflubreytinga er að finna á https://www.fnv.is/is/namid/itarefni/toflubreytingar

19. - 20. ágúst: Nýnemadagar

Nýnemadagar eru ætlaðir nýnemum sem koma beint úr grunnskóla. Þeir hefjast klukkan 10:00 fimmtudaginn 19. ágúst í Bóknámshúsi FNV en nemendur á dreifnámsstöðvum mæta í dreifnámsstofur á Hólmavík, Hvammstanga og Blönduósi.

23. ágúst kl. 9:00: Skólasetning

Skólasetning verður á sal Bóknámshúss FNV klukkan 9:00 mánudaginn 23. ágúst.

23. ágúst kl. 9:45: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá

Hlökkum til að hitta ykkur öll