Úrslit úr forkeppni Stærðfræðikeppni 9. bekkjar

Úrslit úr forkeppni stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar liggja fyrir. Alls tóku 122 nemendur í 9. bekk þátt í undankeppninni og af þeim komast 14 nemendur í lokakeppnina.
Lesa meira

Innritun í fjarnám á haustönn 2018 hefst

Skráning í fjarnám fyrir haustönn 2018 hefst föstudaginn 6. apríl.
Lesa meira

Lokadagur vals fyrir haustönn

Föstudagurinn 23. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí og lokadagur til að velja áfanga fyrir næstu önn. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. apríl.
Lesa meira

Háskóladagur

Starfsmenn og nemendur sjö háskóla eru á hringferð um landið. Tilgangurinn er að kynna námsframboð allra skólanna fyrir framhaldsskólanemum um land allt. Þeir verða í FNV fimmtudaginn 15. mars kl. 10.25-11.25.
Lesa meira

Auglýsing um sveinspróf

Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir:
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2018

Val nemenda fyrir haustönn 2018 verður 14. – 21. mars. Nemendur fá aðstoð við valið miðvikudaginn 14. mars kl 11:20. Nemendur á iðnnámsbrautum: verknám, stofa V11 Nemendur á starfsbraut: stofa 308 Nemendur á stúdentsbrautum: bóknámshús, salur Nemendur í dreifnámi: dreifnámsstofur
Lesa meira

Opnir dagar

Opnir dagar verða 7. - 9. mars. Þá er ekki hefðbundin kennsla. Virk þátttaka gefur einingu. NFNV skipuleggur opna daga.
Lesa meira

Úrslit í Söngkeppni NFNV 2018

Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur. Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Lesa meira

Vetrarfrí

Frí verður hjá nemendum fimmtudag 15/2 og föstudag 16/2 vegna námsmatsdaga kennara.
Lesa meira

Kynning á Háskólahermi

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 15. janúar kl. 13:15 í stofu 102 (fyrirlestrarsal).
Lesa meira