Háskóladagur

Starfsmenn og nemendur sjö háskóla eru á hringferð um landið. Tilgangurinn er að kynna námsframboð allra skólanna fyrir framhaldsskólanemum um land allt. Þeir verða í FNV fimmtudaginn 15. mars kl. 10.25-11.25.
Lesa meira

Auglýsing um sveinspróf

Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir:
Lesa meira

Val fyrir haustönn 2018

Val nemenda fyrir haustönn 2018 verður 14. – 21. mars. Nemendur fá aðstoð við valið miðvikudaginn 14. mars kl 11:20. Nemendur á iðnnámsbrautum: verknám, stofa V11 Nemendur á starfsbraut: stofa 308 Nemendur á stúdentsbrautum: bóknámshús, salur Nemendur í dreifnámi: dreifnámsstofur
Lesa meira

Opnir dagar

Opnir dagar verða 7. - 9. mars. Þá er ekki hefðbundin kennsla. Virk þátttaka gefur einingu. NFNV skipuleggur opna daga.
Lesa meira

Úrslit í Söngkeppni NFNV 2018

Föstudagskvöldið 9. febrúar sl. var söngkeppni Nemendafélags FNV haldin á sal skólans og var mæting ágæt – þétt setinn salurinn. Stofnuð var sérstök hljómsveit, „skólahljómsveit“, til að annast undirleik á kvöldinu, en hana skipuðu: Jóhann Daði Gíslason, Magnús Björn Jóhannsson, Sæþór Már Hinriksson og Silja Rún Friðriksdóttir. Stóð sveitin sig vel og lék við hvern sinn fingur. Alls var boðið upp á níu söngatriði að þessu sinni og voru þau hvert öðru betra, það var því ljóst þegar kom að því að útnefna sigurvegara kvöldsins að dómnefndinni var töluverður vandi á höndum.
Lesa meira

Vetrarfrí

Frí verður hjá nemendum fimmtudag 15/2 og föstudag 16/2 vegna námsmatsdaga kennara.
Lesa meira

Kynning á Háskólahermi

Kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 15. janúar kl. 13:15 í stofu 102 (fyrirlestrarsal).
Lesa meira

Töflubreytingar

Aðstoð við töflubreytingar verður dagana 8. - 9. janúar kl 9-12 og 13-17. Í Innu verður hægt að setja fram óskir um töflubreytingar dagana 6. - 9. janúar. Leiðbeiningar eru á heimasíðu skólans.
Lesa meira

Kennsla hefst 8. janúar

Kennsla á vorönn hefst 8. janúar. Töflubreytingar verða 8. og 9. janúar.
Lesa meira

Prófsýning og birting einkunna

Prófsýning verður kl. 9- 10 miðvikudaginn 20. desember. Einkunnir verða sýnilegar í Innu kvöldið áður.
Lesa meira