01.12.2025
Nemendur í verknámi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra halda áfram að taka virkan þátt í Erasmus+ verkefnum og að þessu sinni sóttu þeir Ungverjaland heim sem hluti af samstarfsverkefninu Inclusion for All. Markmið verkefnisins er að þróa lausnir sem bæta aðgengi og lífsgæði fólks með ólíkar þarfir.
Í verkefninu vinna nemendur FNV að þróun snjalltækjahaldara fyrir hjólastóla, sem gerir notendum kleift að nota lykilforrit eins og ferðakort og leiðsögutæki án þess að þurfa að nota hendur sem eru uppteknar við stýringu stólsins.
Lesa meira
27.11.2025
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mun halda undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í húsasmíði 5. - 8. janúr 2026 í verknámshúsi FNV.
Lesa meira
25.11.2025
Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur FNV undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Um miðjan nóvember kusu nemendur áfangans þá þrjá fulltrúa sem keppa fyrir hönd FNV í sjálfri Gettu betur keppninni á komandi ári.
Lesa meira
24.11.2025
Kvikmyndabrautarnemar í FNV fóru á dögunum í árlega vísindaferð til Reykjavíkur í tengslum við RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík.
Nemendur tóku þátt í dagskrá hátíðarinnar og heimsóttu jafnframt Ríkisútvarpið (RÚV), leigu- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Kukl og litu við í hljóðverinu Upptekið.
Lesa meira
21.11.2025
Í gær 20. nóvember hélt SSNV, í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki, metnaðarfulla starfamessu þar sem um 50 fyrirtæki kynntu sig og starfsemi sína fyrir nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna á Norðurlandi vestra og nemendum FNV.
Lesa meira
24.10.2025
Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson, heimsótti Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði, en ráðherra heimsækir alla framhaldsskóla landsins um þessar mundir. Ráðherra fékk kynningu á skólanum og heimsótti bæði bóknáms- og verknámshús. Nemendur tóku vel á móti ráðherra og kynntu honum þau verkefni sem þeir takast á við í sínu námi.
Að lokinni kynningu á skólanum var fundur á sal þar sem kynntar voru fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.
Lesa meira
23.10.2025
Á morgun, föstudaginn 24. október, hafa um 40 launþega-, kvenna- og mannréttindasamtök boðað til verkfalls meðal kvenna og kvára til að mótmæla kynbundnu misrétti, undirstrika mikilvægi framlags kvenna og kvára til samfélagsins alls, í launuðum og ólaunuðum störfum, ásamt því að krefjast aðgerða vegna faraldurs ofbeldis.
Lesa meira
01.10.2025
Þetta er í annað sinn sem skólinn nær þeim árangri að senda keppanda á EuroSkills, European Championship of Young Professionals, sem að þessu sinni fram fór í Herning í Danmörku dagana 9.–13. september.
Lesa meira
29.09.2025
Reglulegt samráðsþing framhaldsskóla á Norðurlandi var haldið í FNV föstudaginn 26. september.
Lesa meira
29.09.2025
Reglulegt samráðsþing framhaldsskóla á Norðurlandi var haldið í FNV föstudaginn 26. september.
Lesa meira