Lillý sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024

Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 sem fram fór í Iðu á Selfossi þann 6. apríl. Lillý söng lagið Aldrei úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Ingi Sigþór Gunnarsson samdi íslenskan texta við lagið sem á frummálinu heitir Never Enough. Þetta er í fjórða skiptið sem fulltrúi FNV sigrar í keppninni.
Lesa meira

Samningur um byggingu nýs verknámshúss undirritaður

Föstudaginn 5. apríl var undirritaður samningur um byggingu nýs verknámshúss við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undirritunin fór fram í verknámshúsi Fjölbrautaskólans að viðstöddu margmenni þ.á.m. nemendum, starfsfólki skólans og fulltrúum úr atvinnulífinu. Samningurinn gerir ráð fyrir stækkun verknámshúss um allt að 1.400 fermetra. Fyrirhuguð stækkun verknámshússins er langþráð í ljósi mikillar fjölgunar iðn- og starfsnámsnemenda við skólann.
Lesa meira

Lillý keppir fyrir FNV í söngkeppni framhaldsskólanna

Söngkeppni framhaldsskólanna fer fram í Iðu á Selfossi laugardaginn 6. apríl og verður Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir fulltrúi FNV í keppninni. Keppnin verður sýnd beint á RÚV og hefst útsendingin klukkan 19:45.
Lesa meira

Valáfangar haust 2024

Meðal valáfanga í boði á haustönn 2024 eru ENSK3HP05 (Enska, Harry Potter, J. K. Rowling and London Baby!), FABL2FA03 (Fablab), FÉLV3MR05 (Mannréttindi – saga og samfélag), ÍSLE3YN05 (Íslenska, yndislestur), LEIK2AA05 (Grunnáfangi í leiklist), LÖGF2LÖ05 (Inngangur að lögfræði), STÆR4LF05 (Línuleg algebra) og UPPT2SM05 (Stafræn miðlun og markhópar). Nemendur geta valið áfanga af öðrum brautum til að setja í frjálst val. Val í dagskóla og helgarnámi fyrir haustönn 2024 fer fram dagana 6. til 13. mars í INNU.
Lesa meira

NFNV sýnir Með allt á hreinu

Sýningar eru að hefjast söngleiknum Með allt á hreinu í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur og Eysteins Ívars Guðbrandssonar. Hægt er að panta miða í síma 774-1742 alla daga klukkan 16:00 - 18:00 og í gegnum Facebook síðu Nemó FNV.
Lesa meira

Elísa Gyrðisdóttir gestafyrirlesari í helgarnámi í kvikmyndagerð

Nemendur í helgarnámi í kvikmyndagerð í FNV fengu góðan gest til sín í janúarlotunni, sem var Elísa Gyrðisdóttir (Elíassonar, skálds ogfyrrverandi nemanda í FNV), leikkona og framleiðandi.
Lesa meira

FNV úr leik eftir hörku viðureign gegn MA

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Akureyri mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð Gettu betur í Kvosinni, samkomusal Menntaskólans á Akureyri. Eftir hörku viðureign stóð MA uppi sem sigurvegari 18-15.
Lesa meira

Fyrsta umferð í Gettu betur

FNV mætir MA í fyrstu umferð Gettu betur og fer viðureignin fram á morgun, miðvikudaginn 10. janúar, í Menntaskólanum á Akureyri. Lið FNV skipa þau Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á rútuferð á miðvikudaginn frá bóknámshúsi FNV kl. 16.30 sem mun ferja nemendur á Akureyri til þess að horfa á keppnina.
Lesa meira

Nemendur kynntu lokaverkefni í íslensku

Mánudaginn 11. desember kynntu nemendur í lokaáfanga stúdentsprófs í íslensku, ÍSLE3BS05, lokaverkefni sitt í áfanganum.
Lesa meira

Gettu betur lið FNV

Eftir úrtökupróf fyrir Gettu betur í lok ágúst var myndaður sex manna æfingahópur sem hefur æft tvisvar viku síðan í byrjun september. Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulagi Gettu betur innan skólans að nemendur æfa nú á skólatíma, nýtast slíkar æfingar mun betur en æfingar á kvöldin og um helgar. Þennan hóp skipa þau Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Matthias Sigurðsson, Daníel Smári Sveinsson, Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson. Sú hefð hefur skapast í skólanum að nemendur æfingahópsins kjósa þá þrjá einstaklinga sem keppa fyrir hönd skólans í sjálfri Gettu betur keppninni sem hefst 8. janúar n.k. Þeirri kosningu er nú lokið og munu þau Alexander Victor, Steinunn Daníella og Atli Steinn keppa fyrir hönd skólans. Æfingar halda svo áfram að fullum krafti fram að keppninni sjálfri.
Lesa meira