24.11.2025
Kvikmyndabrautarnemar í FNV fóru á dögunum í árlega vísindaferð til Reykjavíkur í tengslum við RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík.
Nemendur tóku þátt í dagskrá hátíðarinnar og heimsóttu jafnframt Ríkisútvarpið (RÚV), leigu- og kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Kukl og litu við í hljóðverinu Upptekið.
Lesa meira
21.11.2025
Í gær 20. nóvember hélt SSNV, í samstarfi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki, metnaðarfulla starfamessu þar sem um 50 fyrirtæki kynntu sig og starfsemi sína fyrir nemendum í 9. og 10. bekk grunnskólanna á Norðurlandi vestra og nemendum FNV.
Lesa meira
24.10.2025
Mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundur Ingi Kristjánsson, heimsótti Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra 23. október síðastliðinn ásamt fylgdarliði, en ráðherra heimsækir alla framhaldsskóla landsins um þessar mundir. Ráðherra fékk kynningu á skólanum og heimsótti bæði bóknáms- og verknámshús. Nemendur tóku vel á móti ráðherra og kynntu honum þau verkefni sem þeir takast á við í sínu námi.
Að lokinni kynningu á skólanum var fundur á sal þar sem kynntar voru fyrirhugaðar skipulagsbreytingar.
Lesa meira
23.10.2025
Á morgun, föstudaginn 24. október, hafa um 40 launþega-, kvenna- og mannréttindasamtök boðað til verkfalls meðal kvenna og kvára til að mótmæla kynbundnu misrétti, undirstrika mikilvægi framlags kvenna og kvára til samfélagsins alls, í launuðum og ólaunuðum störfum, ásamt því að krefjast aðgerða vegna faraldurs ofbeldis.
Lesa meira
01.10.2025
Þetta er í annað sinn sem skólinn nær þeim árangri að senda keppanda á EuroSkills, European Championship of Young Professionals, sem að þessu sinni fram fór í Herning í Danmörku dagana 9.–13. september.
Lesa meira
29.09.2025
Reglulegt samráðsþing framhaldsskóla á Norðurlandi var haldið í FNV föstudaginn 26. september.
Lesa meira
29.09.2025
Reglulegt samráðsþing framhaldsskóla á Norðurlandi var haldið í FNV föstudaginn 26. september.
Lesa meira
04.09.2025
Freyja Lubina Friðriksdóttir, keppir í húsasmíði fyrir Íslands hönd í EuroSkills 2025 – European Championship of Young Professionals sem fram fer í Herning í Danmörku 9.-13. september 2025. Freyja útskrifaðist sem húsasmiður frá FNV og henni til halds og trausts verður Hrannar Freyr Gíslason, kennari í húsasmíði við FNV.
Lesa meira
08.08.2025
17. ágúst kl. 17:00: Heimavist opnar fyrir nýnema (fæddir 2009 eða síðar).
17. ágúst kl. 19:00: Fundur með foreldrum nýnema.
18.–19. ágúst: Nýnemadagar.
19. ágúst kl. 8:00: Skólasetning.
19. ágúst kl. 8:45: Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá
19. ágúst: Opnað fyrir stundatöflur og óskir um töflubreytingar í INNU.
22. ágúst: Síðasti dagur fyrir dagskólanema til að velja fjarnámsáfanga.
Lesa meira
18.07.2025
Laufey Leifsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og tekur til starfa þann 1. ágúst nk.
Lesa meira