08.01.2026
Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra er komið áfram í aðra umferð Gettu betur eftir sigur á Fjölbrautaskóla Suðurnesja í fyrstu umferð.
Lesa meira
07.01.2026
Frá og með vorönn 2026 gilda uppfærðar reglur um mætingu nemenda, en raunmæting þarf að vera að lágmarki 80% í hverjum áfanga.
Lesa meira
06.01.2026
Nú stendur yfir undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í húsasmíði hjá FNV . Námskeiðið hófst mánudaginn 5. janúar og stendur til fimmtudagsins 8. janúar.
Lesa meira
15.12.2025
Nemendur hestabrautar í FNV fóru í vettvangsferð fimmtudaginn 11. desember til nýráðins landsliðsþjálfara A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Ísólfs Líndals Þórissonar.
Hann rekur ásamt fjölskyldu sinni tamningastöð í Staðarhofi í Skagafirði.
Lesa meira
11.12.2025
Fimmtudaginn 4. desember sl. fór fríður flokkur eldri nemenda af rafvirkjabraut og vélstjórnarbraut í heimsókn í Blöndustöð en Landsvirkjun hefur, um nokkurra ára skeið, boðið nemendum upp á skoðunarferðir um stöðvarhús virkjunarinnar með leiðsögn sérfræðinga.
Lesa meira
01.12.2025
Nemendur í verknámi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra halda áfram að taka virkan þátt í Erasmus+ verkefnum og að þessu sinni sóttu þeir Ungverjaland heim sem hluti af samstarfsverkefninu Inclusion for All. Markmið verkefnisins er að þróa lausnir sem bæta aðgengi og lífsgæði fólks með ólíkar þarfir.
Í verkefninu vinna nemendur FNV að þróun snjalltækjahaldara fyrir hjólastóla, sem gerir notendum kleift að nota lykilforrit eins og ferðakort og leiðsögutæki án þess að þurfa að nota hendur sem eru uppteknar við stýringu stólsins.
Lesa meira
27.11.2025
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mun halda undirbúningsnámskeið fyrir sveinspróf í húsasmíði 5. - 8. janúr 2026 í verknámshúsi FNV.
Lesa meira
25.11.2025
Eins og undanfarin haustmisseri hafa nemendur FNV undirbúið sig fyrir Gettu betur keppni vorannar. Um miðjan nóvember kusu nemendur áfangans þá þrjá fulltrúa sem keppa fyrir hönd FNV í sjálfri Gettu betur keppninni á komandi ári.
Lesa meira