FNV úr leik eftir hörku viðureign gegn MA

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Menntaskólinn á Akureyri mættust í gærkvöldi í fyrstu umferð Gettu betur í Kvosinni, samkomusal Menntaskólans á Akureyri. Eftir hörku viðureign stóð MA uppi sem sigurvegari 18-15.
Lesa meira

Fyrsta umferð í Gettu betur

FNV mætir MA í fyrstu umferð Gettu betur og fer viðureignin fram á morgun, miðvikudaginn 10. janúar, í Menntaskólanum á Akureyri. Lið FNV skipa þau Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson. Ákveðið hefur verið að bjóða upp á rútuferð á miðvikudaginn frá bóknámshúsi FNV kl. 16.30 sem mun ferja nemendur á Akureyri til þess að horfa á keppnina.
Lesa meira

Valáfangar: útivist, spinning og styrkur og þol

Boðið er upp á valáfanga í útivist, spinning og styrk og þoli á vorönn 2024
Lesa meira

Valáfangi: Frumkvöðlafræði - FRUM3FI05

Valáfangi þar sem þú lærir að fá hugmyndir, ákveða hvað er góð hugmynd og hvernig er hægt að koma henni í framkvæmd. Nemendur stofna saman fyrirtæki utan um hugmyndina sína og framkvæma hana. Hvert fyrirtæki fer svo í Smáralindina og kynnir hana í Vörumessu þar sem keppt er við aðra framhaldsskólanemendur um bestu hugmyndina. Frábært fyrir skapandi ungt fólk til að prófa eitthvað nýtt.
Lesa meira

Upphaf vorannar 2024

Starfsfólk FNV óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með kærri þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Skrifstofa skólans lokar vegna jólaleyfis þriðjudaginn 19. desember og opnar aftur miðvikudaginn 3. janúar 2024. Skólahald hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar. Stundaskrár verða aðgengilegar eftir hádegi miðvikudaginn 3. janúar. Heimavistin opnar um hádegi 3. janúar.
Lesa meira

Nemendur kynntu lokaverkefni í íslensku

Mánudaginn 11. desember kynntu nemendur í lokaáfanga stúdentsprófs í íslensku, ÍSLE3BS05, lokaverkefni sitt í áfanganum.
Lesa meira

Gettu betur lið FNV

Eftir úrtökupróf fyrir Gettu betur í lok ágúst var myndaður sex manna æfingahópur sem hefur æft tvisvar viku síðan í byrjun september. Sú breyting hefur orðið á fyrirkomulagi Gettu betur innan skólans að nemendur æfa nú á skólatíma, nýtast slíkar æfingar mun betur en æfingar á kvöldin og um helgar. Þennan hóp skipa þau Auður Ásta Þorsteinsdóttir, Matthias Sigurðsson, Daníel Smári Sveinsson, Alexander Victor Jóhannesson, Steinunn Daníella Jóhannesdóttir og Atli Steinn Stefánsson. Sú hefð hefur skapast í skólanum að nemendur æfingahópsins kjósa þá þrjá einstaklinga sem keppa fyrir hönd skólans í sjálfri Gettu betur keppninni sem hefst 8. janúar n.k. Þeirri kosningu er nú lokið og munu þau Alexander Victor, Steinunn Daníella og Atli Steinn keppa fyrir hönd skólans. Æfingar halda svo áfram að fullum krafti fram að keppninni sjálfri.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni dags ísenskrar tungu bauð kennarafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra KFNV starfsmönnum skólans upp á heimatilbúin menningaratriði og kaffiveitingar frá Bakaríi Sauðárkróks á kaffistofu bóknámshúss.
Lesa meira

Vörðudagar 8.-9. nóvember

Dagana 8.– 9. nóvember verður varða nr. tvö á haustönn 2023. Gera má ráð fyrir að kennarar boði ykkur í viðtal annan hvorn daginn. Þið munuð, eins og í fyrri vörðu, fá vörðueinkunn í einstökum áföngum.
Lesa meira

Innritun í fjarnám fyrir vorönn 2024

Innritun í fjarnám við FNV á vorönn 2024 er hafin og stendur yfir til 10. desember.
Lesa meira