Örviðtal við fyrrum nemanda: Anna Hlín Jónsdóttir

Anna Hlín Jónsdóttir
Anna Hlín Jónsdóttir

Í örviðtölum svara fyrrum nemendur spurningum um lífið í og eftir FNV. Hér situr Anna Hlín Jónsdóttir fyrir svörum.

Nafn:

Anna Hlín Jónsdóttir

Búseta:

Sauðárkrókur

Á hvaða braut varstu í FNV?

Félagsfræðibraut, íþróttastíg.

Fannst þér námið við FNV hjálpa þér að ná markmiðum þínum?

Já, klárlega.

Hvað gerir þú í dag?

Ég starfa sem kennari, þjálfari, ungbarnasundsskennari og gistihúsaeigandi.

Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú hugsar um FNV?

Mjög skemmtilegir tímar sem ég væri alveg til í að upplifa aftur.

Hefur þú einhver heilræði til framhaldsskólanema?

Gera alltaf sitt allra besta hverju sinni, lifa lífinu lifandi með smá „dass“ af kæruleysi og njóta hvers dags.